Heilsubankinn MatarŠ­i
ForsÝ­aMatarŠ­iHreyfingHeimili­Umhverfi­Me­fer­ir
 

Heilsubankinn er vefur um allt er vi­kemur heilsu okkar og lÝfshßttum. Honum er Štla­ a­ stu­la a­ aukinni me­vitund um holla lÝfshŠtti og um lei­ er honum Štla­ a­ vera hvatning fyrir fˇlk til a­ taka aukna ßbyrg­ ß eigin lÝfi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem frÚttami­ill, auk ■ess sem hann er gagnabanki yfir a­ila sem bjˇ­a ■jˇnustu er fellur a­ ßherslum Heilsubankans.

Vi­ hvetjum ■ig til a­ skrß ■ig ß pˇstlista Heilsubankans (hÚr) og sendum vi­ ■Úr ■ß frÚttabrÚfi­ okkar Ý t÷lvupˇsti ca. tvisvar sinnum Ý mßnu­i. Ůar koma fram punktar yfir ■a­ helsta sem hefur birst ß sÝ­um Heilsubankans, auk tilbo­a sem eru Ý bo­i fyrir handhafa Heilsukortsins.

Vi­ bjˇ­um ■ig velkomin(n) inn ß vefinn og hl÷kkum til a­ sjß ■ig hÚr sem oftast.

Sˇlber og bl÷­rubˇlga Prenta Rafpˇstur

Sífellt er verið að gera fleiri og fleiri rannsóknir á því hvernig náttúran og það sem að hún gefur af sér, getur hjálpað til við að fyrirbyggja og jafnvel lækna sjúkdóma.

Margar rannsóknir hafa verið gerðar undanfarið á berjum.  Ber mælast með gríðarlega mikið magn af andoxunarefnum og eru mjög holl fyrir líkamann.  Rannsóknirnar hafa sýnt fram á að með því að borða mikið af berjum, hjálpi það við margskonar sjúkdóma. Dökk ber hafa lengi verið sögð góð og nú hefur komið fram að sólber séu sérlega góð.

Nýverið komu fram niðurstöður rannsókna í Englandi um sólber.  Þau geta hjálpað mikið þegar um blöðrubólgu eða aðra þvagfærasjúkdóma er að ræða.  Venjulegast er, að búa til sultur úr sólberjum.  En ef drukkinn er hreinn sólberjadjús og sólber borðuð þá er mun minni hætta á að fá þvagfærasýkingar.  Sólberin eru alls ekki síðri en trönuberin og trönuberjadjúsinn til að berjst við kvilla sem þessa.  Einnig hefur sortulyng reynst vel við blöðrubólgu.

Þvagfærasýkingar eru mun algengari hjá konum en körlum. Mun aðalástæða þess vera sú að þvagrás kvenna er styttri en hjá körlunum.  Talið er að u.þ.b. 50% kvenna fái blöðrubólgu eða annars konar þvagfærasýkingu einhvern tíma á ævinni. Langalgengast er að blaðran sjálf sýkist.

Aðaleinkenni blöðrubólgu eru:

  • Sviði og brunatilfinning þegar að pissað er.
  • Sársauki þegar að pissað er, oft lýst "eins og að pissa glerbrotum".
  • Þörfin fyrir að pissa kemur mun oftar en venjulega.
  • Þörfin fyrir að pissa kemur mjög skyndilega og þá þarf að flýta sér.
  • Mikil þörf fyrir að pissa er til staðar, en ekkert kemur.
  • Þvagið er óhreint og lyktar illa.
  • Blóð er í þvaginu.
  • Almenn vanlíðan.
  • Líkamshiti hækkar.

 

Nýtum náttúruaðferðirnar, borðum berin og aukum hreysti líkamsfrumanna.  Það er um að gera að fyrirbyggja þessa sjúkdóma með svo bragðgóðum og lystugum afurðum náttúrunnar.  Hómópatía hefur hjálpað mjög vel í mörgum þvagfærasýkingum, oft hefur hún náð að uppræta blöðrubólgu á undrahraða.

  Til baka Prenta Senda ■etta ß vin
 
Greinar Pistill dagsins Vi­t÷l FrÚttir
Reynslus÷gur Uppskriftir Fyrirspurnir og ßbendingar Vandamßl og ˙rrŠ­i
Skrßning ß ■jˇnustu- og me­fer­arsÝ­ur

© 2006 Heilsubankinn - Allur rÚttur ßskilinn