Kökur og eftirréttirUppskriftir

Bláberja-ísterta

Rakst á þessa flottu uppskrift í Bændablaðinu og varð ekki hissa þegar ég sá að hún var fengin af vefnum hennar Sigrúnar, www.cafesigrun.com

Ísköld og svakalega blá bláberja-ísterta

Botn:

  • 1 ½ bolli hnetur
  • 1 lúka döðlur
  • 3 msk. agavesíróp

Ísfylling:

  • 2 bollar macadamia-hnetur (má nota brasilíu- eða cashewhnetur)
  • 1 ½ bolli möndlumjólk (má nota sojamjólk eða undanrennu)
  • 1 bolli bláber
  • ½ bolli agavesíróp
  • 4 msk. kókosfeiti
  • 1 tsk. vanilludropar
  • ¼ tsk salt

Aðferð:

Leggið döðlur og hnetur fyrir botninn í bleyti í nokkra klukkutíma, leggið hneturnar fyrir fyllinguna einnig í bleyti.

Hellið vatninu af hnetunum. Setjið döðlur, agavesíróp og hnetur í matvinnsluvél og blandið vel saman.

Setjið plastfilmu í botninn á lausbotna kökuformi. Formið þarf að vera um 20 cm í þvermál. Þrýstið vel niður og jafnið botninn út.

Setjið möndlumjólk, bláber, agavesíróp, salt, vanilludropa og macadamia-hnetur í matvinnsluvél og blandið mjög vel.

Bætið kókosfeitinni saman við og blandið vel.

Hellið í ísvél ef þið eigið slíka og frystið í um 30 mínútur.

Ef þið eigið ekki ísvél hellið þá ísfyllingunni beint í formið og frystið.

Það er ekki nauðsynlegt en er mjög gott fyrir áferðina.

Fjarlægið plastið undan kökunni þegar þið berið hana fram og setjið hana á disk.

Látið kökuna standa í ísskáp í nokkra klukkutíma eða þangað til hún er orðin nægilega mjúk til að skera hana.

Skreytið með bláberjum en einnig er krydduð bláberjasulta algjört sælgæti með.

Uppskrift: Sigrún Þorsteinsdóttir –  www.cafesigrun.com

Previous post

Guðdómleg (hrá) hnetukaka

Next post

Glúteinlaus súkkulaðikaka

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.