SúpurUppskriftir

Blómkálssúpa m/ofaná

 • 1-2 msk olía, t.d. kaldpressuð kókosolía*
 • 1 rauðlaukur, afhýddur og skorinn í þunnar sneiðar
 • 100 g möndlur*
 • 2 sellerístilkar, í litlum bitum
 • ½ – ¼ blómkálshöfuð
 • 1 ltr. vatn
 • 1 tsk gerlaus grænmetiskraftur*
 • ½ tsk múskat
 • ½ tsk himalaya/sjávarsalt
 • smá nýmalaður svartur pipar

Hitið olíuna í potti, og mýkið lauk + möndlur + sellerí þar í 5 mín.

Bætið restinni af uppskriftinni útí og látið sjóða í 12 – 15 mín.

Setjið súpuna í blandara og maukið.

Ofaná

 • 25 g möndlur*, þurrristaðar og saxaðar
 • 2 vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar
 • 2 msk fínt saxaðar grænar kryddjurtir

Blandið saman og stráið 1 – 2 msk. yfir hvern disk
*Fæst lífrænt frá himneskri hollustu

Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir

Previous post

Gulrótasúpa með engifer og kóríanderrjóma

Next post

Íslensk kjötsúpa

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *