SúpurUppskriftir

Ein sem leynir á sér

  • 1 msk. jómfrúarólífuolía
  • 1 rauðlaukur, fínt saxaður
  • 1 ½ tsk. cumin
  • 350 gr. soðnar rauðrófur (soðnar í 30 mín)
  • ½ líter af kjúklingasoði (kjúklingakraftur án MSG)
  • 1 dós kókosmjólk (ath innihaldslýsingu, sumar án aukaefna, aðrar ekki)
  • 2 msk. engifer, fínt rifið
  • 2 hvítlauksrif, kramin
  • ½ grænn chili, fínt saxaður
  • safi úr einu lime
  • salt ef þarf

Hitið olíu í potti ( ekki nota of mikinn hita, þá brennur olían).

Steikið laukinn og cumin við vægan hita þar til laukurinn byrjar að verða glær.

Setjið rauðrófur, kjúklingasoð, kókosmjólk, engifer, hvítlauk og chili í pottinn.

Látið þetta malla saman í 10 mín.

Látið súpuna í matvinnsluvél og maukið.

Saltið ef þarf

Rétt í lokin er safa úr einu lime blandað saman við súpuna.

Súpuna má bera fram heita eða kalda.

Það er mjög gott að setja tofu-teninga eða kjúklingabaunir út í súpuna, það eykur líka próteinmagn máltíðarinnar.

Uppskrift: Inga Kristjánsdóttir – Næringarþerapisti D.E.T.

Previous post

Misósúpa

Next post

Vetrarsúpa

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *