Göngum úti í guðsgrænni náttúrunni
Náttúran skartar að vísu ekki sínum grænasta lit þessar vikurnar og mánuðina en margir líta þó svo á að hún skarti sínu fegursta á dögum eins og hafa verið upp á síðkastið. Froststillur og gullfalleg birtan hafa náð að fanga augu okkar og upplifun.
Það er gríðarlega mikið framboð af fallegum útivistarsvæðum í nágrenni höfuðborgarinnar og að sjálfsögðu um land allt. Nærtækast fyrir höfuðborgarbúa er að telja upp Öskjuhlíðina, sem flestir sækja samkvæmt nýlegri könnun sem var gerð meðal borgarbúa, svæðið í kring um Rauðavatn, Elliðavatn og Kleifarvatn. Heiðmörkin stendur alltaf fyrir sínu og Elliðaárdalurinn ekki síður.
Skemmtilegt er að ganga með fram sjónum vestur í bæ og hægt er að fylgja útbúnum göngustígum í gegnum nær alla borgina.
Ef fólki langar að kanna áður óþekkt svæði er mikið magn upplýsinga að finna á netinu yfir helstu gönguleiðir, bæði í nágrenni höfuðborgarinnar og eins hvar sem er á landinu. Vil ég fyrst nefna síðuna gang.is. Þar er hægt að fara inn á göngukort og velja sér landssvæði og kemur þá upp fjöldinn allur af mögulegum gönguleiðum.
Á vef Víkurfrétta er hægt að nálgast fjöldan allan af gönguleiðarlýsingum yfir skemmtilegar gönguleiðir á Reykjanesi – Sjá hér.
Á vef Ferðafélags Íslands er að finna fjöldan allan af greinum sem birst hafa í Morgunblaðinu um árabil yfir áhugaverð göngusvæði um allt land. Um er að ræða lýsingar á gönguleiðum sem farnar hafa verið af Ferðafélagi Íslands. Sjá hér.
Að síðustu vil ég benda ykkur á að víða á vefum sveitarfélaga er að finna upplýsingar um áhugaverðar gönguleiðir í þeirra umdæmi.
Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir – birstist fyrst á vefnum í mars 2007
No Comment