MataræðiÝmis ráð

Hollusta í baksturinn

Nú eru margir farnir að huga að jólabakstrinum og jafnvel byrjaðir. Það er um að gera að nota gömlu uppskriftirnar sem eru í uppáhaldi hjá öllum, en hægt er að breyta þeim í átt að meiri hollustu sem gerir okkur fært að njóta enn betur.

Fyrst er að nefna að oftast er hægt að minnka sykurinn um allt að helming án þess að það komi að nokkri sök, kökurnar verða áfram dísætar. Svo er um að gera að nota sætuefni eins og Agave sýróp eða aðra sætu, í stað hvíta sykursins.

Skipta má út hvítu hveiti og nota í staðinn spelt eða heilhveiti. Þeir sem eru með glúteinóþol geta svo prófað sig áfram með hrísmjöl, maísmjöl, kjúklingabaunamjöl og bókhveiti, svo eitthvað sé nefnt.

Svo má skipta út smjörinu (og sérstaklega smjörlíkinu) út fyrir góðar kaldpressaðar olíur. Til að minnka fituna má einnig nota til helminga ávaxtamauk, svo sem epla- eða berjamauk (Sigrún hjá cafesigrun.com notast gjarnan við Hipp Organic barnamatinn en hann er lífrænn og án viðbætts sykurs).

Ef þið viljið draga úr óæskilegu kólesterólmagni í eggjarauðum er hægt að notast eingöngu við eggjahvíturnar. Þá eru tvær eggjahvítur notaðar í staðinn fyrir eitt egg.

Mjólk má skipta út fyrir hrísmjólk, haframjólk eða sojamjólk.

Oft má einnig draga úr saltmagni í uppskriftum og þá stundum hægt að nota jurtakrydd í staðinn, eða önnur krydd. Einnig má bragðbæta með ávaxtasafa.

Svo er um að gera að vera bara duglegur að prófa sig áfram.

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Hvítur sykur eða Hrásykur?

Next post

Móðir náttúra

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *