JurtirMataræði

Kanill

Sænsk rannsókn hefur rennt stoðum undir fyrri rannsóknir sem sýna að kanill getur verið góður í meðferð við sykursýki 2. Rannsóknin sýndi marktæka minnkun í blóðsykri hjá sjúklingum sem notuðu 6 grömm af kanil út á hrísgrjónagrautinn sinn, í samanburði við sjúklinga sem ekki notuðu kanil.

Í kanilnum hafa fundist efni sem hægt er að segja að líki eftir insúlíni. Einnig hefur komið í ljós að kanillinn tuttugufaldar efnaskipti glúkósa.

Kanillinn býr yfir ýmsum öðrum eiginleikum og má segja að hann sé mögnuð lækningajurt. Auk þess að draga úr blóðsykri, minnkar kanillinn einnig slæma kólesterólið í blóðinu.

Aðrir eiginleikar þessa ódýra og góða krydds er að það bætir meltingu, dregur úr miklum tíðarblæðingum og vinnur gegn hjartaáföllum. Kanillinn dregur úr gasmyndun í meltingarvegi, getur stöðvað myndun magasárs og vinnur á móti sveppasýkingum.

Rannsóknir hafa einnig sýnt að efni í kanil stöðva vöxt krabbameinsfrumna í lifur.

Kanilinn er hægt að nota út á mat, drekka hann í tei og nota hann í olíum.

Forðast skal kanil ef vandamál í blöðruhálskirtli eru til staðar.

 

Höfundur: Hildur M. Jónsdóttir

 

Previous post

Bláber

Next post

Túnfífill

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *