Drykkir og hristingarUppskriftir

Möndlumjólk með macadufti

  • 1 dl lífrænar möndlur*
  • 3-4 dl vatn
  • 2-3 döðlur* eða 1 tsk agavesíróp* (má sleppa)
  • ¼ tsk kanilduft
  • 1 msk macaduft
  • 1 msk hreint kakóduft*
  • nokkrir klakar

Leggið möndlurnar í bleyti yfir nótt, eða í um 8-12 klst.
Setjið þær í blandara ásamt vatninu og blandið í um 3-4 mín, passið að stoppa 1-2 sinnum og hvíla blessaðan blandarann. Sigtið mjólkina, takið hratið frá og setjið mjólkina aftur í blandarann ásamt restinni af uppskriftinni og blandið þar til allt er orðið silkimjúkt

Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir

Previous post

Brauð (skonsur)

Next post

Grænn og kryddaður

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *