GrænmetisréttirUppskriftir

Steiktir sveppir

Ég fór og tíndi sveppi um helgina. Fann gríðarlegt magn af fallegum furusveppum og lerkisveppum.

Þegar heim var komið, þurrkaði ég þá á pönnu þar til vökvinn hafði gufað upp af þeim.

Svo steikti ég þá við vægan hita upp úr kaldpressaðri ólífuolíu.

Ég bætti svo söxuðum blaðlauk út í og pressuðum hvítlauk.

Í lokin bætti ég við spínati og kryddaði með sjávarsalti og sítrónumelissu.

Að lokum dreifði ég yfir ristuðum furuhnetum.

Þvílíkt sælgæti og bragðast einstaklega vel með glasi af góðu, lífrænt ræktuðu rauðvíni.

 

Uppskrift: Hildur M. Jónsdóttir

Deildu þessum upplýsingum

Previous post

"Ratatoulle"

Next post

Grænmetislasagna

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *