SalötUppskriftir

Súr-sætt salat með avókadó, eplum og döðlum

Hér kemur uppskrift af ótrúlega ljúffengu salati sem ég bjó til í gær. Það á ekki við alla að blanda svona saman grænmeti og ávöxtum, en þetta er svona algjörlega spari hjá mér, nammmm…..

  • 100 gr. grænt salat
  • 1 avókadó
  • ½ rauðlaukur
  • 10 – 12 stk kirsuberjatómatar
  • 1 epli
  • 6 döðlur
  • 50 gr. valhnetur
  • 50 gr. furuhnetur

 

Súrsæt dressing:

  • ¼ bolli jómrúar ólífuolía
  • safi úr hálfri sítrónu
  • ½ tsk. gróft sinnep
  • saxað ferskt kóríander
  • salt

Setjið salatið í skál.

Skerið avókadóið í bita.

Saxið laukinn smátt.

Skerið tómatana í tvennt.

Kjarnhreinsið eplið og skerið í smáa bita.

Saxið döðlurnar.

Blandið þessu öllu saman við salatið.

Blandið öllu saman sem á að vera í dressingunni í litla skál og hellið yfir salatið og blandið vel saman.

Saxið valhneturnar í fremur stóra bita og dreifið ásamt furuhnetunum yfir salatið.

Njótið!
Uppskrift: Hildur M. Jónsdóttir

Previous post

Salat með maríneruðum sveppum

Next post

Rauðrófusalat með geitaosti

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *