Heilsubankinn Mešferšir
ForsķšaMataręšiHreyfingHeimilišUmhverfišMešferšir
 
Mešferšarašili
G. Eygló Žorgeirsdóttir
Shiatsu, Nįlastungur, Snyrtifręšingur, Nuddari, Fótaašgeršafręšingur
Póstnśmer: 105
G. Eygló Žorgeirsdóttir
 
Mešferšar- og žjónustuašilar

Heilsubankinn er vefur um allt er viškemur heilsu okkar og lķfshįttum. Honum er ętlaš aš stušla aš aukinni mešvitund um holla lķfshętti og um leiš er honum ętlaš aš vera hvatning fyrir fólk til aš taka aukna įbyrgš į eigin lķfi og heilsu.

Vefurinn er rekinn sem fréttamišill, auk žess sem hann er gagnabanki yfir ašila sem bjóša žjónustu er fellur aš įherslum Heilsubankans.

Viš hvetjum žig til aš skrį žig į póstlista Heilsubankans (hér) og sendum viš žér žį fréttabréfiš okkar ķ tölvupósti ca. tvisvar sinnum ķ mįnuši. Žar koma fram punktar yfir žaš helsta sem hefur birst į sķšum Heilsubankans, auk tilboša sem eru ķ boši fyrir handhafa Heilsukortsins.

Viš bjóšum žig velkomin(n) inn į vefinn og hlökkum til aš sjį žig hér sem oftast.

Smįskammta-mešhöndlun, aš lękna lķkt meš lķku Prenta Rafpóstur
Grein eftir Bylgju Matthíasdóttur

Hvað er hómópatía?

Hómópatía er heildræn aðferð til að ná jafnvægi á tilfinningum, líkama og huga. Þegar einstaklingur veikist er það ekki partur af honum sem veikist, heldur er litið svo á að einstaklingurinn sé allur í ójafnvægi og þess vegna þarf að meðhöndla veikindin sem slík.

Hómópatía byggir á þeim grundvallarlögmálum að unnt sé að "lækna líkt með líku". Læknirinn Samuel Hahnemann sem var uppi á síðustu árum 18. aldar, fann upp aðferð til að vinna remedíur, en svo eru þau meðul kölluð sem hómópatar notast við.

Remedíur eru búnar til úr efnum úr steinaríkinu, jurtaríkinu og dýraríkinu. Efnin eru mikið útþynnt sem gerir hómópatíu skaðlausa og ekki ávanabindandi.

Að mati hómópata hefur orðið "einkenni" öðlast neikvæða merkingu. Betra er að líta svo á að einkenni séu leið líkamans til að græða sig, mikilvæg skilaboð fyrir líkamann svo hann geti náð fyrri heilsu. Þar með eru einkennin vinveitt okkur, en ekki óvinir sem þarf að ráðast gegn af öllu alefli.

Lækningin felst í því sem veldur kvillanum.

Hvernig virkar hómópatía?

  • Heilbrigður einstaklingur tekur inn efni t.d. kaffi, en við það að drekka of mikið kaffi koma fram ákveðin einkenni: sviti, aukinn hjartsláttur og svefnerfiðleikar. Þetta kallast "prófun" á efninu.
  • Ef sjúkur einstaklingur sýnir þessi einkenni er honum gefið sama efni t.d kaffi, en í þetta sinn er það útþynnt eftir ákveðnum reglum. Með því að gefa viðkomandi remedíu unna úr kaffi, þá er verið að segja líkamanum að hann sé með þessi einkenni. Líkaminn verður að svara þessu kalli og vinna í því að lagfæra það sem hefur farið úrskeiðis og koma á jafnvægi.
  Til baka Prenta Senda žetta į vin
 
Greinar Pistill dagsins Vištöl Fréttir
Reynslusögur Uppskriftir Fyrirspurnir og įbendingar Vandamįl og śrręši
Skrįning į žjónustu- og mešferšarsķšur

© 2006 Heilsubankinn - Allur réttur įskilinn