GrænmetisréttirUppskriftir

Bakað rótargrænmeti

Í þennan rétt er hægt að nota hvaða rótargrænmeti sem er.

Um að gera að velja bara það sem ykkur finnst best og ekki vera hrædd við að prufa nýtt grænmeti.

Notið t.d. sætar kartöflur, kartöflur, rófur, rauðrófur, sellerýrót, fennel og allar tegundir af lauk.

Endilega reynið að ná ykkur í lífrænt grænmeti ef mögulegt er.

Uppskriftin getur til dæmis verið svona:

  • 1 stór sæt kartafla
  • 1 rauðrófa
  • ½ sellerýrót
  • nokkur hvítlauksrif
  • 4 msk extra virgin ólífuolía
  • 1 tsk gott karrý
  • smá jurtasalt

Afhýðið og skerið grænmetið í bita.

Hafið sætu kartöfluna í stærri bitum en hitt grænmetið.

Það er vegna þess að þær þurfa styttri eldunartíma en rauðrófurnar og sellerýið.

Afhýðið hvítlauksrifin.

Skellið þessu öllu saman í eldfast mót, stráið kryddinu yfir og hellið svo oíunni yfir á eftir (ekki spara olíuna).

Bakið svo í ofni, við tæplega 200°c í ca. 30 mín. (fer eftir því hve gróft þið skerið grænmetið).

Borðið sem meðlæti, eða eitt og sér.

Þetta er líka sniðugt í nestisboxið daginn eftir :o)

 

 

Uppskrift: Inga Kristjánsdóttir – Næringarþerapisti D.E.T.

Previous post

Heitt kjúklingabaunasalat

Next post

Grænmetisbaka

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.