BrauðUppskriftir

Glútenlaust Sollu brauð – ótrúlega einfalt og gott

 

 • 150 g kartöflumjöl
 • 150 g hrísgrjónamjöl
 • 50 g bókhveiti
 • 100 g maísmjöl
 • 45 g sojamjöl
 • 4 tsk vínsteinslyftiduft
 • ¾ tsk himalayasalt eða sjávarsalt
 • 1 tsk agavesýróp
 • 1 msk kókos eða ólífuolía
 • 125 ml kókosvatn
 • 125 ml heitt vatn
 • 2 msk sítrónusafi

– setjið þurrefnin í hrærivélaskál ásamt kókosolíunni og hrærið vel saman (ég set hnoðara í matvinnsluvélina)
– bætið restinni af uppskrifinni útí og látið hnoðast saman
– setjið brauðið í smurt brauðform eða mótið hleif og setjið á bökunarpappír í eldhússkúffu
– bakið við 180C í 45-50 mín eða þar til fullbakað
– stingið prjóni í brauðið og þegar ekkert deig festist við hann lengur þá er þetta tilbúið
– vefjið utan um brauðið viskustykki og leyfið að kólna algjörlega áður en þið skerið það
– frábært að skera í þunnar sneiðar og setja í brauðristina
– oftast nota ég ískúluskeið og set í teflon muffinsform – akkúrat 12 bollur sem ég baka í um 30 – 35 min við 180C – frábærar nýbakaðar

Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir

Previous post

Pönnubrauð 4 stk

Next post

Pizzusnúðar

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.