BrauðUppskriftir

Pizzusnúðar

Fylling:

1 dós (200g) lífrænt tómatþykkni*
2 dl salsa pronta frá LaSelva
100 g spínat, saxað smátt í matvinnsluvél (má sleppa)
2 hvítlauksrif, pressuð
1 tsk oregano
1 tsk basil
1 tsk timian
¼ tsk kanill
50 g furuhnetur

Hrærið öllu saman í skál og smyrjið á deigið
ef þið viljið nota ost er upplagt að strá rifnum osti (t.d. parmesan, sojaosti eða geita) yfir fyllinguna þegar þið hafði smurt henni á deigið

Deigið

250 g spelt, hægt að nota fínt og gróft til helminga
3 tsk vínsteinslyftiduft
½ tsk salt
1 tsk oregano
1-2 msk olía, t.d. kaldpressuð kókosolía eða ólífuolía
125-150 ml heitt vatn

Setjið allt nema vatnið í hrærivél eða matvinnsluvél og blandið saman, bætið vatninu útí smá saman þar til deigið myndar kúlu, þá er það tilbúið. Stráið spelti á borðið og fletjið deigið út, reynið að hafa það ferhyrnt. Smyrjið fyllingunni á deigið, rúllið því upp svo það verði að þykkri “pulsu” og skerið í sneiðar sem þið setjið á bökunarpappír á ofnplötu. Bakið í um 15 mín við 200*C . Þessa snúða er upplagt að frysta.

*Fæst lífrænt frá himneskri hollustu

Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir

Previous post

Glútenlaust Sollu brauð - ótrúlega einfalt og gott

Next post

Trönuberjabrauð

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *