MataræðiSalötUppskriftir

Heitt salat með hátíðarréttinum

Ég mæli með þessu salati með lambakjöti og ljósu fuglakjöti.

  • 500 gr. kokteiltómatar
  • 300 gr. spínat
  • 100 gr. svartar ólífur
  • 100 gr. feta ostur
  • 50 gr. sólþurrkaðir tómatar
  • ½ dl. ólífuolía
  • ½ dl. sítónusafi
  • Sjávarsalt
  • Provance krydd
  • Furuhnetur

Skerið tómatana í tvennt. Léttsteikið og mýkið tómatana og spínatið á pönnu og léttsaltið – best að steikja í sitthvoru lagi.

Skerið ólífurnar til helminga og skerið sólþurrkuðu tómatana í strimla.

Blandið tómötunum, spínatinu, ólífunum, sólþurrkuðu tómötunum og feta ostinum saman í skál.

Blandið saman olíu og sítrónusafa og hellið yfir salatið. Kryddið með Provance blöndu.

Þurrristið furuhneturnar og dreifið yfir salatið.

Previous post

Cashewhneturjómi

Next post

Súkkulaðibitakökur í hollari kantinum :)

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *