UppskriftirÝmislegt

Hnetu og ávaxtastykki

Ég tel að það sé algengast að fólk freistist til að fá sér óhollustuna þegar það er á þönum og vantar eitthvað til að grípa í. Inga sendi okkur þessa flottu uppskrift og það er um að gera að útbúa í frystinn og grípa með sér áður en haldið er til vinnu að morgni eða til að eiga heima þegar sætindalöngunin hellist yfir.

  • 1 stór gulrót
  • 1 stórt epli
  • 90 ml. vatn
  • ½ tsk. kanill
  • ½ tsk. negull
  • 225 gr. soðin hýðishrísgrjón (sniðugt að nota afganga. Einnig hægt að nota afganga af hafragraut, quinoa, byggi eða hirsi)
  • 2 egg
  • 115 gr. hrísgrjónamjöl
  • 55 gr. rúsínur, gojiber, eða döðlur (má sleppa)
  • 55 gr. heslihnetur
  • sesam- eða sólblómafræ til að strá yfir

 

Setjið bökunar eða álpappír í botninn á eldföstu móti eða kökuformi (ca. 30x 25 cm).

Grófskerið gulrætur og epli og setjið í matvinnsluvél, með vatninu, kryddinu, hrísgrjónunum og eggjunum og blandið þar til orðið mjúkt.

Bætið hrísgrjónamjölinu samanvið og blandið áfram.

Bætið því næst hnetum og þurrkuðum ávöxtum og blandið stutta stund, þannig að hneturnar og ávextirnir séu enn í nokkuð góðum bitum.

Dreifið blöndunni ofan á pappírinn í mótinu og mótið með hníf í ca. 16 hluta.

Stráið fræjunum yfir.

Bakið við 200°C í 20 mín.

Látið kólna í forminu, snúið bitunum á hvolf og fjarlægið pappírinn.

Geymist í ca 3-4 daga í ísskáp en það er frábært að frysta bitana og eiga til að taka með sér í vinnuna eða hvert sem er.

 

 

 

Uppskrift: Inga Kristjánsdóttir – Næringarþerapisti D.E.T

Previous post

Dukka

Next post

Basmathi hrísgrjón

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *