HómópatíaMeðferðir

Hvað felst í hómópatía?

Hómópatía er mjög mild og áhrifarík lækningaaðferð, oft kölluð smáskammtalækningar.  Þetta er heildræn aðferð sem miðar að því að örva lífskraft einstaklingsins til að hjálpa líkamanum til að lækna sig sjálfur.

Í hómópatíu er litið á hvern einstakling sem eina heild, líkama, huga og tilfinningar og er jafnvægi á þessum sviðum, það sem að stuðlar að heilbrigði og hamingju.

Hómópatía er byggð á lögmálinu “líkt læknast með líku”.  Með þetta að leiðarljósi skal skoða einkenni sem koma fram hjá heilbrigðum einstaklingi við að skera lauk, táramyndun – sviði – kláði.  Þetta eru lík einkenni og koma fram hjá einstaklingum með frjóofnæmi.  Til er hómópatísk remedía/smáskammtalyf sem unnin er úr lauk.  Hún heitir Allium cepa og hefur hún oft gefist mjög vel í frjóofnæmistilfellum.  Hómópatísk lyf- remedíur eru unnar úr ýmsum náttúruefnum s.s. jurta-, steina- og dýraríkinu.  Þessi náttúruefni eru mjög mikið útþynnt eftir ákveðnum aðferðum til að ná fram dýpri og mildari virkni.  Með þessum hætti er leyst úr læðingi orka efnisins sem síðan getur örvað okkar eigin lífsorku og lækningamátt.

Uppruni hómópatíunnar.

Hómópatía er gömul lækningaaðferð, sem var mikið notuð í sveitum Íslands hér áður fyrr, margir af eldri kynslóðinni muna vel eftir  hómópötunum sem störfuðu af mikilli manngæsku og seiglu og hjálpuðu fjölda mörgum og þá sérstaklega þeim sem að minna máttu sín og höfðu ekki efni á að fara til Reykjavíkur að leita sér lækninga.  Það var þýskur læknir og efnafræðingur Samuel Hahnemann (1775-1843) sem fann upp þessa aðferð.  Hann hafði starfað árum saman sem vel virtur læknir, en fengið sig fullsaddan af þeim lækningaaðferðum sem notaðar voru á þeim tímum s.s. eins og blóðtökum, þar sem að sjúklingum var látið blæða, til að freista þess að sýkingunni blæddi í burtu.  Hann uppgötvaði á tímum malaríu, að með inntöku á kínin komu fram á honum, sömu einkenni og hjá malaríusmituðum einstaklingi, þótt að hann væri ósmitaður.  Þessi einkenni hurfu svo aftur um leið og að hann hætti inntöku efnissins.  Á þennan hátt fann hann upp fjöldan allan af þeim remedíum sem að við notum enn þann dag í dag, með oft svo undraverðum árangri, án allra aukaverkanna.

Hvað felst í hómópatameðferð?

Þegar einstaklingur kemur í fyrsta viðtal er tekin heildarskýrsla, sjúkrasaga hans og öll einkenni sem að hann sýnir og finnur fyrir.  Hómópati sjúkdómsgreinir ekki, hann lítur á heildareinkenni einstaklingsins, líkamleg, hugleg og tilfinningaleg. Með hliðsjón af þessari heildarskýrslu sem tekur oftast um 1 ½ – 2 klt. er fundin út viðeigandi remedía sem passar þessum einstaklingi.  Oftast eru viðtöl með u.þ.b. 4ra vikna millibili og er mjög einstaklingsbundið hve langan tíma meðferð tekur.  Hver endurkoma, eftir fyrsta tíma, tekur u.þ.b. 30-45 mínútur.

Hver einstaklingur er einstakur og bregst við kvillum á mismunandi hátt, þó svo að tveir einstaklingar séu með kvefpest þá bregðast líkamar þeirra mismunandi við og sýna gjörólík einkenni.  A – skelfur úr kulda, vill vera dúðaður undir sæng og fá heitt að drekka, á meðan að B – er að kafna úr hita, svitnar og vill ganga um berfættur og á hlýrabol og vill aðeins ískalt vatn, helst með klaka.  Þessir tveir einstaklingar þurfa sitthvora remedíuna þó svo að báðir hafi svokallaða kvefpest.  Þetta sýnir okkur að sjúkdómsheiti skiptir ekki máli í hómópatíu heldur það, hvernig hver og einn bregst við ójafnvægi á sinni lífsorku.

Hvernig getur hómópatía hjálpað okkur?  

Þessi heildræna aðferð hefur reynst mjög árangursrík við fjölda vandamála hjá öllum aldurshópum og einnig dýrum, nefna má að ef  kú er með júgurbólgu, júgrið bólgið, þrútið, hart, rautt og aumt viðkomu – þá er t.d. remedían Belladonna sem að sýnir þessi sömu einkenni og hefur reynst kúabændum vel.

Nánast endalaust væri hægt að nefna aðstæður þar sem að hómópatía hefur gefist vel og hjálpað einstaklingum að takast á við kvilla sína, hér að neðan eru nefndar nokkrar þeirra.

Heilsuvandamál barna s.s. magakrampar, svefnvandamál, tanntaka, endurteknar sýkingar, eyrnabólgur, astmi, exem, vörtur, undirmiga, hegðunarvandamál.

Heilsuvandamál kvenna s.s. fyrirtíðaspenna, tíðavandamál, breytingaskeið, útferð, meðgöngukvillar, ófrjósemi, fæðingarþunglyndi.

Slys og afleiðingar þeirra s.s. sárum, blæðingum, beinbrotum, mari, tognun höfuðhöggi, brunasárum.

Algeng heilsuvandamál s.s. influensu, ofnæmi, mígreni, meltingarvandamál, gigt, síþreytu.

Andleg og tilfinningaleg vandamál s.s. þunglyndi, taugaspennu, kvíða, ótta, sorg, reiði, áföll.

Auk stuðningsmeðferðar  eftir skurðaðgerðir, hjartaáföll,  lyfja- og geislameðferð krabbameinssjúklinga.

Previous post

Breytingaskeið kvenna og hómópatía

Next post

FES blómadropar

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *