SalötUppskriftir

Kjúklingasumarsalat

Í tilefni af sumarkomunni í Reykjavík kemur hér uppskrift af ljúffengu sumarsalati frá henni Sigrúnu á cafesigrun.com. Það er svo gott að borða mikið af léttu og gómsætu salati á sumrin og við getum farið að æfa okkur, þó að hitatölurnar á landinu séu nú ekki spennandi ennþá.

Kjúklingasumarsalat
Fyrir 2

 • 250 gr grilluð (helst) eða steikt kjúklingabringa, rifin í strimla. Skinnið ekki notað
 • 1/2 dl ristaðar möndlur (þurristað á heitri pönnu í 5-10 mínútur)
 • 1 1/2 dl sellerí í sneiðum
 • 1 msk appelsínusafi
 • 1 dl hrein, fitusnauð jógúrt
 • 1/2 dl rúsínur
 • 1/2 dl aprikósur, sneiddar smátt
 • 1/2 tsk hvítlauksduft frá Pottagöldrum eða 1 marið hvítlauksrif
 • 1/2 tsk svartur pipar
 • 1/2 tsk ground ginger (duft)
 • Jöklasalat
 • 2 tómatar, í sneiðum

Aðferð:

Blandið saman kjúklingi, sellerí, apríkósum og möndlum í stóra skál.

Bætið afganginum af hráefninu út í og blandið vel saman.

Kælið í ísskáp.

Setjið salatblöð og tómatsneiðar á 2 diska og síðan kjúklingasalatið þar ofan á.

Ég hef stundum haft mango-karrísósu með þessu salati og það passar bara fínt:

Mangó-karrísósa

 • 2 msk mangomauk (mango chutney)
 • 1 tsk karrí
 • 2 tsk tamarísósa
 • 1 dós hrein jógúrt, fitulaus

Hrærið saman og berið fram í sér skál með salatinu

Gott með grófu brauði eða jafnvel grófu snittubrauði

Uppskrift: Sigrún Þorsteinsdóttir

Previous post

Spínat og hnúðkálssalat

Next post

Kornsafi

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *