Frekari meðferðirMeðferðir

Nuddmeðferðir

Nudd er meðferð þar sem unnið er með vöðva og aðra mjúkvefi líkamans. Þessari meðferð er meðal annars ætlað að mýkja vöðva, draga úr vöðvaspennu og bæta blóðflæði líkamans.

Margar mismunandi nuddmeðferðir eru til og notaðar. Þær eru byggðar á mismunandi kenningum og notast við mismunandi tækni og aðferðir.

Algengustu meðferðirnar eru klassískt- eða slökunarnudd, heildrænt nudd, sjúkranudd, sogæðanudd og partanudd.

Sjúkranudd

Sjúkranudd er löggild heilbrigðisstarfsgrein sem kennd er á háskólastigi. Námið tekur 2 til 3 ár og er viðurkennt af heilbrigðisráðuneytinu. Eingöngu er hægt að stunda námið erlendis, þ.e. í Kanada, Þýskalandi og Finnlandi. Það nuddnám sem fer fram á Íslandi í dag eða öðrum löndum en að ofan eru talin, er því ekki viðurkennt sem sjúkranuddnám.

Nám í sjúkranuddi byggist á bóklegri kennslu þ.e. líffærafræði, lífeðlisfræði, sjúkdómafræði, taugalífeðlisfræði og hreyfingarfræði. Verklegi þátturinn byggist á kennslu í skoðun og mati á líkamlegu ástandi sjúklings, viðeigandi nuddaðferðum og æfingum.

Meðferðin er byggð á meinafræðinni og niðurstöðum skoðana sem hentar hverju tilfelli fyrir sig. Einnig er lögð áhersla á notkun vatns og hita. Endurhæfingaræfingar eru kenndar til þjálfunar, t.d. eftir áverka eða við líkamsskekkju.

Sænskt nudd er grunnurinn í sjúkranuddi en sjúkranuddarar beita ýmsum öðrum aðferðum samhliða því, svo sem:

 • Bandvefsnuddi
 • Triggerpunktameðferð
 • Heitum og köldum bökstrum
 • Vatnsmeðferð, vaxmeðferð (parafin)
 • Hreyfingarfræði
 • Bjúgmeðferð
 • Teygjum og styrkjandi æfingum
 • Fræðslu og mörgu fleiru

Hvers vegna sjúkranudd?

 • Sjúkranudd er góður kostur til að lina verki og óþægindi í mjúkvefjum líkamans og spennu tengdri hverdags- og atvinnulífi
 • Sjúkranudd getur komið í veg fyrir vítahring verkja sem stafa af misbeitingu og álagseinkenni vegna streitu, meiðsla, sjúkdóma, íþróttaiðkunar eða áverka
 • Sjúkranuddarar skoða manninn í heild sinni með tilliti til eðlilegrar líkamsstarfsemi
 • Sjúkranuddarar gefa einnig leiðbeiningar um rétta líkamsbeitingu og styrktaræfingar

Sérhæfing sjúkranuddara

er á ýmsum sviðum m.a. í bjúgmeðferð, íþróttameiðslum, sjúkranuddi í vatni, ungbarna-, meðgöngu- og fæðingarnuddi svo eitthvað sé nefnt. Einnig bjóða sumir upp á salt meðferð (salt glow) sem er sérlega góð fyrir blóðrás og hreinsun úrgangsefna úr líkamanum.

fisn
Previous post

Nálastungur

Next post

Næringarþerapía

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *