GrænmetisréttirUppskriftir

Öðruvísi blómkál í karrýsósu

  • ½ kg blómkál, skorið í passlega stóra munnbita

Marinering:

  • 3 msk kaldpressuð hörfræolía*
  • 2 msk sítrónusafi

Sósan:

  • 1 young coconut, bæði vatn og kjöt, fæst í Hagkaup
  • safinn úr ½ lime
  • 2 cm engiferrót
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 limelauf
  • 2-3 cm biti sítrónugras
  • 2 tsk karrýduft
  • ½ tsk himalayasalt
  • smá biti ferskur chilli
  • 1 avókadó
  • 1 búnt ferskur kóríander

Setjið blómkálið í skál, hellið yfir það olíu og sítrónusafa, látið þetta standa í minnst 15 mín.

Setjið allt sem á að fara í sósuna nema avocado og ferskan kóríander í matvinnsluvél og blandið vel saman.

Bætið avókadó útí, blandið vel og hellið síðan yfir blómkálsbitana.

Hellið sósunni yfir blómkálið og klippið ferskan kóríander yfir áður en þið berið þetta fram.

Frábært sem aðalréttur í hráfæði eða sem meðlæti með kjöti, fiski eða grænmeti.

Þessi réttur er frábær bæði hrár eða settur í pott og soðinn í 15 mín. Ef þið ætlið að sjóða hann þá sleppið þið avókadóinu.

*Fæst lífrænt frá himneskri hollustu

Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir

Previous post

Blómkálsgratin

Next post

"Ratatoulle"

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *