Kökur og eftirréttirUppskriftir

Sólskinsmuffins

 • 150 gr. hrísgrjónamjöl
 • 75 gr. haframjöl (fínt)
 • 1 msk. vínsteinslyftiduft
 • ½ tsk. kanill
 • ¼ tsk. salt
 • 2 stór egg
 • 175 ml. mjólk eða soyamjólk
 • 2 msk. kaldhreinsuð sólblómaolía (eða það sem við eigum til)
 • 100 gr. rifnar gulrætur
 • 75 gr. rúsínur
 • 50 gr. sólblómafræ

 

Stillið ofninn á 190°c.

Blandið mjölinu, höfrunum, lyftiduftinu, kanelnum og saltinu saman.

Hrærið eggin, mjólkina og olíuna saman.

Hrærið gulrótum, rúsínum og sólblómafræum saman við þurefnin og bætið síðan eggjablöndunni út í.

Hrærið vel í.

Setjið deigið í muffinsform og bakið í 25 mín við 190°c.

Þetta gera 10-12 stk.

 
Uppskrift: Inga Kristjánsdóttir – Næringarþerapisti D.E.T.

Previous post

Vatnsdeigsbollur úr spelti

Next post

Sunnudags vöfflur

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.