SalötUppskriftir

Vorsalat

Hér kemur uppskrift af frábæru og bragðgóðu vorsalati frá henni Ingu, með hækkandi sól.

  • 150 gr. rækjur
  • 1 þroskað avokadó
  • 100 gr. grænt salat (t.d. rucola, spínat, eða salatblanda)
  • 2 msk kókosmjöl

Salatsósa:

  • 1 tsk. lime börkur
  • 1 msk. lime safi
  • 1 rif kraminn hvítlaukur
  • 1 msk kaldpressuð olía

Hrærið saman lime berkinum, lime safanum, hvítlauknum og olíunni.

Bætið rækjunum útí og látið liggja í sósunni í 1 klst.

Skerið avokadóið í teninga og bætið varlega útí blönduna.

Bætið síðan salatinu við og stráið að lokum kókosmjölinu yfir.

Verði ykkur að góðu :o)

Uppskrift: Inga Kristjánsdóttir – Næringarþerapisti D.E.T

Previous post

Spínat & fennelsalat

Next post

Speltpastasalat m/pestó + sólþurrkuðum tómötum

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.