Kökur og eftirréttirUppskriftir

Glúteinlausar Muffins

 • 1 bolli soja-, hrísgrjóna-, möndlu,- eða önnur mjólk (má nota kókosvatn)
 • 1/3 bolli kaldpressuð kókosolía*
 • ½ bolli agavesýróp
 • 1 tsk vanilluduft
 • ¼ tsk möndludropar (má sleppa)
 • 50g kartöflumjöl
 • 2 msk möluð hörfræ
 • 50g möndlumjöl (fínt malaðar möndlur í matvinnsluvélinni)
 • 75g hrísgrjónamjöl
 • 60g bókhveitimjöl
 • 1 tsk lyftiduft
 • ¼ tsk himalaya/sjávarsalt

Hitið ofninn í 180°C og hafið muffinsform tilbúin

Setjið mjólkina + kókosolíuna + agavesýrópið í matvinnsluvél/hrærivél og blandið saman í smá stund.

Bætið síðan vanilludufti + möndludropum + kartöflumjöli + möluðum hörfræjum útí og blandið í svona 1 mín, bætið síðan restinni af uppskriftinni útí og blandið í svona 2 mín í viðbót.

Setjið nú deigið í muffinsform og bakið í 20 -23 mín eða þar til alveg bakaðar.

Best er að leyfa þeim að kólna á bökunargrind í smá stund.

Þessar eru ótrúlega góðar með súkkulaðikreminu frá súkkulaðikökunni. ….. og síðan með 1 jarðaberi á toppnum……

Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir

Previous post

Glúteinlaus súkkulaðikaka

Next post

Rúsínu og vanillu "ostakaka" (tofukaka) - Glúteinlaus

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.