SalötUppskriftir

Rauðrófusalat m/fræjum

 • 2 rauðrófur, afhýddar og rifnar á grófu rifjárni
 • 1 mangó, skorið í litla teninga
 • ½ dl sesamfræ*
 • ½ dl sólblómafræ*
 • ½ dl graskerjafræ*
 • ½ dl tamarisósa*
 • 1 msk agavesýróp*
 • smá chilipipar og himalayasalt

Salatsósa:

 • ½ dl kaldpressuð ólífuolía
 • ¼ dl ristuð sesamolía
 • 2 msk sítrónu eða limesafi
 • 2 msk tamarisósa*
 • 2 msk fínt rifin engiferrót
 • 1 hvítlauksrif, pressað
 • 1 tsk wasabi duft eða ¼ tsk wasabi paste

Rífið rauðrófurnar á rifjárni og skerið mangóið í litla bita og setjið í skál.

Setjið fræin í skál með tamarisósu, agavesýrópi og smá chilipipar og himalayasalti,blandið þessu vel saman og látið standa í um 15 mín.

Þið getið annað hvort notað fræin svona marineruð eða marinerað þau fyrst og sett þau síðan í ofn og bakað þau við 200°c í um 5 mín. Setjið þau útí salatið.

Hrærið öllu saman sem á að fara í salatsósuna og hellið yfir salatið.

Uppskrift: Sólveig Eiríksdóttir

Previous post

Ávaxtasalat

Next post

Paprikusalat

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *