GrænmetisréttirJólMataræðiSúpurUppskriftir

Gómsæt súpa um jól úr sætum kartöflum

Þessi súpa finnst mér algjört sælgæti. Hún er líka meinholl. Sætu kartöflurnar eru stútfullar af andoxunarefnum og hvítlaukurinn bæði sveppadrepandi og góður gegn kvefpestum sem einnig má segja um engiferinn.  

  • 1 msk. ólífuolía
  • 2 laukar
  • 600 gr. sætar kartöflur
  • 2 hvítlauksrif
  • 750 ml. Vatn
  • Ca. 5cm. engiferrót
  • 1 dós kókosmjólk
  • 1 tsk. kanill
  • 1 tsk. múskat
  • Sjávarsalt

Skerið laukinn smátt. Afhýðið kartöflurnar og skerið þær niður í bita. Rífið niður engiferrótina (þarf ekki að flysja hana).

Hitið olíuna í potti og léttsteikið laukinn og kartöflurnar í ca. 5 mín. Látið ekki brenna, bætið heldur smá vatni útá. Pressið hvítlauksrifin yfir. Hellið vatni og kókosmjólk útí. Takið rifnu engiferrótina í lófann og kreistið safann út í súpuna. Kryddið með kanil og múskat. Látið sjóða í 15 – 20 mínútur. Maukið svo með töfrasprota og bragðbætið með salti (og pipar ef vill).

Previous post

Jólakakan hennar Sollu

Next post

Jólasmákökur - Rúsínuhafrakökur

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *