Drykkir og hristingarUppskriftir

Gullna mjólkin

Ég fékk þessa flottu uppskrift hjá vinkonu minni sem drekkur þessa mjólk á hverjum degi. Hún er sérlega góð fyrir konur á og eftir breytingaraldurinn því hún styrkir beinin okkar, vinnur á móti niðurbroti á kalki úr beinum og mýkir liðina. Og fyrir þá sem eru kulvísir er þetta eðaldrykkur því turmerik hitar kroppinn svo um munar.

  • Sjóðið 1/4 – 1/3 tsk. turmerik í 1/3 bolla vatni í 8 mínútur.
  • Bætið út í 2 1/4 dl. mjólk (sojamjólk, möndlumjólk, haframjólk eða rísmjólk) og 1 msk. kaldpressaðri möndluolíu.
  • Takið af hitanum þegar mjólkin er við það að sjóða og braðbætiðmeð hreinu, kaldpressuðu hunangi.

Fyrir þá sem eru með mjólkuróþol eða ofnæmi minni ég að vera sérstaklega duglega að borða dökk grænt grænmeti þar sem það inniheldur mikið af kalki, t.d. spínat og spergilkál.

Skrifað af Hildi, uppskriftin er fengin úr bókinni Yoga for Women eftir Shakta Kaur Khalsa.

Deildu þessum upplýsingum

Previous post

Græna gúrkan

Next post

Grænn súkkulaði sjeik

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *