UppskriftirÝmislegt

Heimalagað páskaegg úr Carob súkkulaði

Fann þessa uppskrift inn á heimasíðunni hjá Grænum Kosti – grunar að hún Solla eigi heiðurinn af henni

Carob-páskaegg

  • 200 gr carobella
  • 200 gr sojabella

Brjótið plöturnar & setjið í skál & bræðið yfir vatnsbaði við vægan hita.

Hrærið í & blandið carobella & sojabellanu saman þegar það hefur bráðnað.

Nú byrjið þið að setja carobblönduna í eggjaformin, smyrjið þunnt lag í hvorn helming & setjið inn í frysti til að það storkni.

Þetta er síðan endurtekið þar til eggið er orðið nógu þykkt til að vera tekið úr forminu, fyllið fótinn & setjið í frystinn til að storkna.

Þegar báðir hlutarnir eru tilbúnir er eggið fyllt með einhverju spennandi dóti, málshætti eða því sem ykkur dettur í hug.

Þegar egginu er lokað er gott að hafa í huga að ef carobblandan er of heit þá vill eggið bráðna.

Fóturinn er líka festur á með carobblöndu sem & unginn.

Skemmtilegt að skreyta eggi með glansmyndum & borðum – gefið hugmyndafluginu lausan gauminn.

Eggið er sett í frystinn til að allt nái að storkna fljótt & örugglega.

Previous post

Tamarifræ

Next post

Páskaegg úr heimalöguðu súkkulaði

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.