UppskriftirÝmislegt

Páskaegg úr heimalöguðu súkkulaði

Uppskrift: 1 meðalstórt egg eða 2 minni

Formin fást í versluninni Pipar og Salt Klapparstíg og eru til í mismunandi stærðum.

Páskaegg

Fyrst þarf að búa til eigið súkkulaði:

  • 1 dl lífrænt kakóduft
  • ½ dl kaldpressuð kókosolía
  • ½ dl kakósmjör
  • ½ dl agavesýróp
  • Setjið kakóduft + kókosolíu (fljótandi) + kakósmjör (fljótandi) + agavesýróp í skál og hrærið þessu saman þar til þetta er alveg kekklaust.
  • Gott að krydda með smá vanilludufti og/eða örlitlum cayenne pipar

– Til að kókosolían verði fljótandi:
látið renna heitt vatn á kókosolíukrukkuna eða setjið krukkuna í skál með um 50°C vatni

– Til að kakósmjörið (fæst í bökunarvöru heildsölum) verði fljótandi:
setjið það í skál og inn í örbylgju eða bræðið yfir vatnsbaði

– Ef þið fáið ekki kakósmjör getið þið notað 85% súkkulaði (t.d. frá Gepa sem fæst í Maður Lifandi), bræða yfir vatnsbaði og nota með kókosolíunni.

– Ef þið nennið ekki að búa til eigið súkkulaði þá veljið þið bara eitthvað flott súkkulaði sem þið bræðið yfir vatnsbaði og notið.

 

Takið páskaeggjaform og látið nokkar skeiðar af súkkulaðinu í formið, hallið forminu fram og tilbaka þannig að súkkulaðið renni um formið og þeki það.

Setjið bökunarpappír á plötu og snúið formunum á hvolf á plötuna og látið súkkulaðið storkna.

Þið farið eins að með fótinn. Þetta tekur um 5 mín, en þið getið flýtt fyrir með því að setja formin inn í frysti/kæli endurtakið a.m.k. 1 sinni – fer allt eftir því hve vel ykkur tekst til að þekja formin og hve þykk súkkulaði skelin er orðin.

Þegar skeljarnar eru tilbúnar þá er um að gera að setja málshátt og fleira spennandi inn í eggið.

Egginu er lokað með því að nota fljótandi súkkulaði sem lím, því er smurt á kantinn á annarri skelinni og síðan er eggið “límt” saman. Þar næst setjið þið smá “súkkulaðilím” á fótinn og límið eggið á hann.

Til að laga kantana setjið þið súkkulaði í sprautupoka og sprautið því allan hringinn.

Svo má skreyta með sælgæti eða palíettum og öllu þar á milli.

Að lokum er unginn festur á og eggið er tilbúið.
Uppskrift: Sólrík Eiríksdóttir

Previous post

Heimalagað páskaegg úr Carob súkkulaði

Next post

Hollt súkkulaði!!

No Comment

Leave a reply

Your email address will not be published.